fbpx

Algeng umræða á aðalfundum

Húsreglur, bílageymsla, sorptunnur og hleðsla rafbíla

Umgengnismál og húsreglur eru algeng umræðuefni á aðalfundum húsfélaga. Slík mál eru sett sem sér dagskráliður ef um ákvarðandatöku er um að ræða eða undir önnur mál sem almenn umræða.

Eignarekstur aðstoðar húsfélög við ýmsar ráðleggingar varðandi umgengni og hefur útbúið staðlaðar umgengnisreglur sem aðlagaðar eru svo hverju húsfélagið fyrir sig. Reglurnar þurfa að vera einfaldar og auðskiljanlegar.

Image

 Hér má sjá nokkur dæmi um húsreglur:

  • Íbúum er skylt að ganga hljóðlega um íbúðir, sameignlegt húsrými og lóð. Raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu.
  • Íbúar skulu jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum hússins sem minnstu ónæði og óþægindum og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni.
  • Íbúareigendum er óheimilt að nota sameiginlegt húsarými eða lóð til annars en að er ætlað.
  • Ekki er heimilt að reykja í sameign hússins, s.s. í lyftu, í bílageymslu, á göngunum eða í anddyri.
  • Ekki má skilja eftir fyrir útidyru eða á gangbraut hússins vélknúin faratæki, reiðhjól eða annað sem valdið getur truflun á eðlilegri umferð við húsið.
  • Útidyr skulu vera læstar sem og aðrar hurðar að sameiginlegum húsrýmum.
  • Öll atvinnustarfsemi sem veldur ónæði er óheimil í íbúðum hússins nema að fengnu samþykki á næsta húsfundi skv. reglum fjöleigarhúsalaga. Verði eigendur varir við ólöglega nýtingu íbúða skal koma skriflegum ábendingum til hússtjórnar.
  • Óheimilt er að geyma muni, reiðhjól, barnavagna, skófatnað, eða annað það sem veldur þrengslum, óþrifum eða óprýði, á stigapöllu, forstofu eða sameiginlegum göngum.
  • Forðast skal alla háreyst á göngum og er börnum bannað að hafa stigarými og sameiginlega ganga að leikvangi. Skulu foreldrar sjá um að börn þeirra valdi ekki ónæði með óþarfa ærlsum.
  • Hunda- og kattahald er með öllu bannað í húsinu, nema ef samþykki fáist hjá 2/3 eigenda á löglega boðuðum húsfundi.
  • Á sameiginlegri lóð hússins má ekki geyma neitt það, er veldur þrengslum, óþrifnaði og óprýði.
  • Á geymslum íbúða og bílageymslum ber að gæta fyllsta hreinlætis og varast að geyma þar nokkuð er valdið getur óþrifum, ólykt eða eldhættu.
  • Allt sorp skal flokka og setja í viðeigandi tunnur. Stærri umbúðir og annað sem ekki á heima í sorptunnugeymslum ber að fara með á Sorpu.
  • Eftir kl.24:00 og kl.07:00 má ekkert það aðhafast er raskað geti svefnfrið annarra íbúa hússins.
  • Íbúðareigendum ber að kynna leigjendum sínum þessar reglur.

Bílageymsla – reglur og rekstur í fjöleignarhúsum  

Annað algengt umræðuefni á aðalfundum er umgengni í bílakjallara og/eða á bílastæðum á lóð. Oft á tíðum safnast númerslausir bílar eða annað sem ekki má samkvæmt lögum geyma á sameiginlegu svæði húsfélagsins. Eignarekstur hefur boðið viðskiptavinum sínum að útbúa umgengnisreglur fyrir húsfélög sem hafa bílakjallara. Þær má sjá hér:

Umgengnisreglur í bílageymsla

  1. Ekki má nota sameiginlega bílageymslu til annars en geymslu á ökutækjum samkvæmt byggingareglugerð kafla 6.11.5 gr.
  2. Á bílastæðunum má ekki geyma annað en bíla, bílkerrur og móturhjól. Stjórn húsfélagsins er heimilt að veita undanþágu ef um sérstakar aðstæður er að ræða.
  3. Óheimilt er að láta faratæki standa út fyrir afmörkuð stæði.
  4. Óheimilt er að láta bíl ganga í lausagangi lengur en nauðsyn krefur vegna aksturs til og frá stæði.
  5. Fjarstýring fyrir bílageymsluhurð á ekki að vera í förum annarra en íbúa húsins, eigenda eða nánustu skyldmenna. Tilkynna skal stjórn húsfélagsins ef fjarstýring glatast.
  6. Sérhver stæðishafi sér um að halda stæði sínu snyrtilegu, t.d. hreinsa rusl, olíubletti og fl. Óheimilt er að geyma lausamuni á stæðinu.
  7. Óheimilt er að þvo bíla í bílageymslunni.
  8. Heimilar eru smáviðgerðir á bifreiðum notenda svo framarlega sem þær valdi ekki óþrifum eða trufli á nokkurn hátt afnot annarra af geymslunni.
  9. Hurðir bílageyslunnar skulu ávallt vera lokaðar þegar þær eru ekki í notkun.
  10. Reykingar og öll meðferð elds eða eldfimra efna er stranglega bönnuð í bílageymslunni.
  11. Stranglega er bannað að börn eða unglingar séu í leik í bílageymslunni.
  12. Akið alltaf með gát í bílageymslunni til að forðast slys.
  13. ATH!!! Bílar eru ekki brunatryggðir sameiginlega í bílageymslunni og eru því ótryggðir fyrir bruna nema þeir séu kaskótryggðir eða brunatryggðir sérstaklega. Íbúum er bent á að tryggja bílanan sína.

Hleðsla rafbíla í fjöleignahúsum

Mikill áhuga er fyrir rafhleðslustöðvum hjá húsfélögum. Rafhleðsla er eitt af grunnkerfum fjölbýlishúsa og innleiðing á þeim eykur virði fasteigna. Eignarekstur aðstoðar húsfélög við að innleiða og koma upp hleðslukerfum sem henta hverju húsfélagi fyrir sig. 

Húsfélagi ber lögum samkvæmt að láta gera úttekt á hleðsluaðstöðu þegar ósk frá íbúa best um uppsetningu á bílhleðslukerfi.

Eignarekstur hefur fagaðila á skrá sem koma á staðinn og gera úttekt á umfangi verksins, ástandsgreina verkefnið. Í kjölfarið er gerð kostnaðaráætlun sem lögð er fyrir á löglega boðuðum húsfundi þar sem umfang verksins er kynnt, tilboð lagt fram og kostnaðaráætlun kynnt.

Hlutur innleiðingar skiptist jafnt niður á íbúðir. Síðan er það ákvörðun hvers og eins hvenær hann hleðsluvæðir bílastæðið sitt og fær sér hleðslustöð.

Innleiðing telst til nauðsynlegra framkvæmda og er það því meirihlut mættra á húsfundinn sem geta tekið ákvörðun um að fara í innleiðingu eða ekki. Ef ákveðið er að fresta innleiðingu hefur húsfélagið 2 ár til að fara af stað. 

Hvernig skiptist viðhaldskostnaður niður á íbúðir?

Síðast en ekki sýst er svo stóra spurningin sem brennur á vörum fundargesta oft á tíðum en það er skipting kostnaðar þegar farið er í framkvæmdir.

Viðhaldskostnaður skiptist hlutfallslega niður á íbúðir. Hlutfall hverrar íbúðar má finna í þinglýstum eignaskiptasamningin fjöleignarhússins. Öllum framkvæmdum skal skipt á slíkan hátt niður.

Mikilvægt er að hafa allar ákvarðanir sem taka þarf til umræðu og atkvæðagreiðslu á löglegaboðuðum húsfundi. Passa þarf að halda íbúum vel upplýstum og kynna vel það sem framundan er.

Ef ekki er til í framkvæmdarsjóði fyrir verkinu þar að undirbúa fyrirfram innheimtu til að hægt sé að greiða reikninga sem koma til með að berast.

Framkvæmdir og viðhald á ytra birgði hússins er sameiginlegur kostnaður allar.