Um okkur

Eignarekstur einfaldar og hagræðir málin
fyrir húsfélög og húseigendur.

Framúrskarandi þjónusta og lægra verð!

Eignarekstur er fjölskyldufyrirtæki sem tileinkar sér sjálfstæð og góð vinnubrögð. Hjarta fyrirtækisins er starfsfólkið sem keppist um að gera daginn eftirminnilegan með betri upplifun viðskiptavini.

Stefna

Stefna Eignareksturs er að uppfylla ávallt væntingar og þarfir viðskiptavina, veita framúrskarandi og persónulega þjónustu. Við leggjum áherslu á langtímasamband og viljum vera í góðum tengslum við viðskiptavininn. Við leggjum okkur fram við að setja okkur vel inn í sérhvert verkefni, til að fyrirbyggja misskilning, finna rétta lausn með sem fæstum milliliðum.

Sérstaða

Okkar sérstaða er að mæta þörfum viðskiptavinarins með framúrskarandi þjónustu og lægra verði. Við bjóðum upp á neyðarsíminn, Eignarekstur þjónusta á Facebook, verkbeiðnakerfi, netspjall og mínar síður.
Framtíðarsýn Eignareksturs er að gera viðskiptavini sína þá ánægðustu á íslenskum húsfélagaþjónustumarkaði.

Gildi Eignareksturs eru: Traust – Hagkvæmni – Samstaða

Starfsfólk

Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir
Ragnhildur Guðrún Pálsdóttir Framkvæmdastjóri / Eigandi
Skemmtilega brosmildur og kraftmikill stormsveipur með skarpa framtíðarsýn sem ætlar að byrja á ketó á mánudaginn.
Oddur Ragnar Þórðarson
Oddur Ragnar Þórðarson Þjónustustjóri / Eigandi
Þjónustulundaður já-maður sem vill gera allt fyrir alla. Hefur fyrirmyndar stjórnun á húsfundum og er matmaður mikill.
Páll Haraldsson
Páll Haraldsson Fjármálastjóri
Páll er mættur til vinnu við fyrsta hanagal, er nákvæmur og faglegur, traustur og með allt á hreinu.
Páll Magnús Pálsson
Páll Magnús Pálsson Fundarstjórnun og lögfræðistörf
Brosmildur og faglegur lögfræðinemi í Háskólanum í Reykjavík. Dugnaðarforkur með meiru.