fbpx

Hreinsunardagar og algeng útiverkefni

Nú er tímabært að huga að útiverkum. Klipping trjáa og runna, hreinsun beða, áburðargjöf á grasfleti og gluggaþvottur má þar helst nefna. 

Það hefur verið algeng hefð hjá húsfélögum í fjölda ára að halda hreinsunardag á þessum tíma. Sá dagur er auglýstur með góðum fyrirvara af stjórn húsfélagsins og verkefni dagsins er að huga að umhirðu lóðar og bílastæðis við húsnæðið. Margir nýta tækifærið og taka til í hjólageymslu, geymslun og í sameign, safna saman í kerru og fara með í Sorpu.  

Algeng verkefni eru t.d: 

  1. Týna upp rusl á lóð (gott að hafa poka og hanska meðferðis) 
  1. Setja niður sumarblóm (ef við á) 
  1. Sópa lauf á bílaplani og gangstéttum við húsið 
  1. Smúla með vatni í niðurföll á bílaplani 
  1. Sópa inn í bílakjallara (ef við á) 
  1. Skipta um perur í sameign/bílakjallara 

 

Dagskrá hreinsunardags er oft ákveðin á aðalfundi húsfélagsins og eins hvaða dag hann skal haldinn.  Mikilvægt er að auglýsa daginn og dagskránna með góðum fyrirvara til íbúa. Mörg húsfélög hafa boðið upp á léttar veitingar til auka líkur á betri mætingu. Þá hefur líka myndast oft góð vorhátíðarstemning sem eflir samstöðu íbúa og eflir kynni meðal þátttakenda. 

Önnur verkefni eru t.d. eitrun fyrir köngulóm, taka niður geitungabú, garðsláttur, málun lína á bílastæði, mála grindverk og annað á lóð.  Þetta eru verk sem húsfélög fá oftast tilboð í frá slíkum þjónustuaðila. 

Stjórnir húsfélaga í þjónustu hjá Eignarekstri geta leitað til þjónustuvers ef þeim vantar aðstoð við að leita tilboða hjá þeim aðilum sem sérhæfa sig í vinnu við slíka þjónustu.  

 

Eignarekstur getur aðstoðar við skipulagninu hreinsunardags fyrir húsfélög.